top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Aperol Spritz ostakaka!

Innihald:

200 gr Bastrone kanilkex frá LU

60 gr smjör bráðið

400 gr rjómaostur

100 gr flórsykur

300 ml rjómi

Safi úr ½ appelsínu

4 stk gelatín blöð

250 ml Prosocco eða annað freyðivín

120 ml appelsínusafi

2 msk sykur

75 ml Aperol spritz líkjör


Aðferð:

1. Byrjið á að setja kexið í matvinnsluvél og myljið það niður.

2. Bræðið smjörið í potti og blandið því saman við kexið og setjið blönduna í form, best er

að mínu mati að nota smellu form. Kælið í ísskáp í um 35 mínútur.

3. Þeytið rjómann og blandið við hann flórsykrinum og rjómaostinum ásamt safa úr ½

appelsínu. Leggið blönduna í formið yfir kexmulninginn og kælið í um klukkustund.

4. Setjið gelatin í skál með köldu vatni og látið standa aðeins og mýkjast.

5. Sjóðið saman 50 ml prosecco freyðivín og 2 msk af sykri við lágan hita, sykurinn á að

leysast upp og þunnt sýróp að myndast. Slökkvið undir hitanum og takið gelatin blöðin

upp úr vatninu og setjið í pottin og hrærið saman þar til þau leysast upp. Hellið

blöndunni í skál og setjið í kæli í um 45 mínútur.

6. Takið gelatín blönduna úr kæli eftir 45 mínútur og blandið 200 ml af Prosecco ásamt 120

ml af appelsínu safa saman við, hrærið þetta vel saman. Blandið að lokum 75 ml af

aperol líkjör saman við og hellið yfir efsta lagið á kökunni.

7. Setjið kökuna í kæli í um 4 klst og njótið svo með bestu lyst.23 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page