Una Dögg Guðmundsdóttir
Besta brokkolísalat í heimi
„Þetta salat hefur mamma mín oft gert í gegnum tíðina fyrir veislur. Það er alltaf jafn vinsælt og svakalega bragðgott. Best er að gera salatið daginn áður en það er borið fram. Það er fullkomið sem meðlæti með hverju sem er eða hreinlega ofan á brauð.“
Brjálað brokkólísalat
1 brokkolíhaus 1 rauðlaukur 1 bréf beikonstrimlar 1 pakki furuhnetur 3 msk. majónes 3-4 dropar balsamedik

Byrjið á að saxa brokkólíið smátt. Ristið furuhneturnar á pönnu. Saxið rauðlaukinn og steikið á pönnu með beikonstrimlunum. Hrærið öllu saman í skál ásamt majónesinu og balsamedikinu.
Geymið í nokkrar klukkustundir í kæli og berið fram með snittubrauði eða góðu kexi, sem mðlæti með grillmat eða nánast hverju sem er.