top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Bláberja kaka



Mér fannst tilvalið að deila uppskrift af æðislegri köku með bláberjum þar sem að fólk fer eflaust að leggja leið sína í berjamó á næstu dögum. Tilvalið að nota íslensku aðalbláberin í góðar kökur eða eftirrétti.


Innihald:

130 gr smjör, brætt

1,5 dl sykur

3 dl hveiti

1 tsk lyftiduft

2 stk egg

200 gr grísk jógúrt frá Örnu (ég nota með vanillu & jarðaberjum)

1 tsk sítrónusafi

1 msk vanilludropar

100 gr bláber ( hér fer aðeins eftir stærð berjanna og það skemmir ekkert að hafa mikið af bláberjum)

Aðferð :

1. Byrjið á því að stilla ofninn á 180 gráður

2. Bræðið smjörið og leyfið því að kólna aðeins

3. Hrærið saman egg, sykur, jógúrt, smjör, sítrónusafa og vanilludropa

4. Bætið hveitinu og lyftiduftinu saman við og hrærið vel saman

5. Að lokum er bláberjunum bætt saman við og hrært varlega með sleif

6. Smyrjið eldfast form vel að innan með smjöri eða olíu og setjið deigið í og bakið í um 35 mínútur, getur verið aðeins misjafnt eftir ofnum en stingið í miðjuna með pinna eða prjóni og ef hann kemur þurr upp er kakan tilbúin.

338 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page