top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Dúndur djöflaterta með hnausþykku kremi

Kökubotnar:


Hráefni

200 ml soðið vatn 6 msk. kakó, passið að sigta kakóið 100 g púðursykur 130 g smjör, mjúkt 100 g sykur 3 egg 220 g hveiti ½ tsk. lyftiduft ½ tsk. matarsódi 3 tsk. vanilludropar

Aðferð

  1. Ofn hitaður í 180 gráður og tvö 20- 25 cm bökunarform húðuð vel að innan með annaðhvort Pam-spreyi eða smjörlíki.

  2. Kakó og púðursykri er blandað saman við vatnið. Gætið þess að það sé ekki meira en fingurvolgt. Setjið til hliðar.

  3. Smjör og sykri er hrært saman þar til blandan verður ljós og létt í sér. Þá er eggjunum bætt saman við blönduna og allt hrært vel saman.

  4. Því næst er restinni af þurrefnunum bætt saman við.

  5. Að lokum er vatninu sem búið var að blanda með sykri og kakó bætt út í og deiginu blandað vel saman.

  6. Deiginu er svo skipt jafnt í tvö bökunarform og bakað í um 25-35 mínútur.

  7. Passið að botnarnir kólni alveg áður en kreminu er smurt á.

Krem:



Hráefni

500 g smjörlíki við stofuhita 500 g flórsykur 3 msk. vanilludropar

Aðferð: 

  1. Öllu blandað saman og látið hrærast saman í nokkrar mínútur.

  2. Þá má leggja kremið á milli botnanna og utan um alla kökuna.


Mér finnst betra að nota smjörlíki í kremið, það verður léttara í sér og fær minna smjörbragð

131 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page