top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Grænmetis kínóa bollur... hollar & góðar!

Okkur vantar gjarnan hugmyndir fyrir yngstu börnin, maukað grænmeti verður oft leiðigjarnt kvöld eftir kvöld. Ég ákvað að prófa að setja saman bollur fyrir litla strákinn minn sem er 10 mánaða, hann borðaði þær upp til agna og sama má segja um dóttur mína og vinkonur hennar 10 ára.

Þessar grænmetis kínóa bollur passa vel fyrir litla fólkið sem og okkur sem erum eldri.


Innihald:

1 dl kínóa ( MUNA)

1 stk sæt kartafla meðal stór

Handfylli af brokkolí ( eftir smekk)

1 msk smjör

2 msk haframjöl

3 msk rifinn ostur

1 msk Sítrónu ólífuolía ( MUNA)

2-3 msk spelt fínt


Aðferð:


  1. Byrjið á að sjóða kínó grjónin eftir leiðbeiningum, sigtið vatnið frá og leggið í skál

  2. Sjóðið sæta kartöflu og brokkóli, sigtið vatnið frá og blandið saman við kínóa grjónin og bæti smjöri saman við, stappið grænmetið gróflega

  3. Bætið svo haframjöli, sítrónu ólífuolíunni og rifna ostinum saman við blönduna og veltið saman

  4. Hitið ofninn við 180 gráður, á meðan hann er að hita er tilvalið að setja bökunarpappír á plötu. Mótið kúlur með tveimur teskeiðum á leggjið á bökunarpappírinn.

  5. Bakið í ofni við 180 gráður í um 20 mínútur.

  6. Ef að deigið er of klístrað má bæta spelt við eftir þörf, hjá fullorðnum er tilvalið að nota góð krydd til að bragðbæta bollurnar.



37 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page