top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Holl & góð ostakaka í skál.

Ostakaka í hollari kantinum hljómar vel þegar manni langar í eftirrétt virkum degi !

Uppskrift fyrir fjóra


Innihald:

100gr granóla ( ég nota sykurlaust granóla frá Náttúrulega gott)

1 msk kókosolía

250 gr rjómi

200 gr rjómaostur

200 gr skyr frá Örnu með súkkulaði og lakkrísbragði

2 msk flórsykur

Brómber


Aðferð:

1. Byrjið á að hita granóla á pönnu upp úr kókosolíu, setjið smá granóla í botninn á fjórum

skálum

2. Þeytið rjómann létt, blandið rjómaostinum saman við ásamt skyrinu.

3. Sigtið flórsykur saman við rjómablönduna og hrærið öllu vel saman, leggið

rjómablönduna yfir granóla blöndurnar í skálunum.

4. Skreytið með granóla og brómberjum

5. Setjið í kæli í um 2-3 klst áður en borið fram, einnig má frysta en þá er gott að taka

ostakökurnar út úr frysti um klukkustund áður en þær eru borðaðar.



54 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page