Una Dögg Guðmundsdóttir
Holl & góð ostakaka í skál.
Ostakaka í hollari kantinum hljómar vel þegar manni langar í eftirrétt virkum degi !
Uppskrift fyrir fjóra
Innihald:
100gr granóla ( ég nota sykurlaust granóla frá Náttúrulega gott)
1 msk kókosolía
250 gr rjómi
200 gr rjómaostur
200 gr skyr frá Örnu með súkkulaði og lakkrísbragði
2 msk flórsykur
Brómber
Aðferð:
1. Byrjið á að hita granóla á pönnu upp úr kókosolíu, setjið smá granóla í botninn á fjórum
skálum
2. Þeytið rjómann létt, blandið rjómaostinum saman við ásamt skyrinu.
3. Sigtið flórsykur saman við rjómablönduna og hrærið öllu vel saman, leggið
rjómablönduna yfir granóla blöndurnar í skálunum.
4. Skreytið með granóla og brómberjum
5. Setjið í kæli í um 2-3 klst áður en borið fram, einnig má frysta en þá er gott að taka
ostakökurnar út úr frysti um klukkustund áður en þær eru borðaðar.