top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Hollur biti með kaffinu!

Það er alltaf gott að fá sér sætan bita með kaffinu, það skemmir ekki fyrir að hafa hann í hollari kantinum.

Ég mæli með að þið prófið þennan holla bita, einstaklega fljótlegt að framkvæma og bragðast vel.


Innihald:

2 dl döðlur saxaðar ( MUNA)

3 msk haframjöl

1 dl heslihnetur

2 tsk kalt kaffi

1tsk vanilludropar

1 msk kakó ( MUNA)

Kókosmjöl fínt til þess að velta kúlunum upp úr


Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í matvinnsluvél fyrir utan kókosmjölið, blandið vel saman.

  2. Mótið kúlur með lófunum og veltið þeim upp úr kókosmjöli.

  3. Geymið í kæli í nokkrar klukkustundir áður en þið berið þær fram.





130 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page