top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Kaldur pasta réttur með fersku pestó

Pastaréttur sem er einfaldur í framkvæmd, kaldur réttur sem börn jafnt sem fullorðnir elska.

Það tekur ekki langan tíma að elda þennan rétt og hentar hann afar vel sem hversdags kvöldmatur og eins þegar boðið er í matarboð.

Ég geri gjarnan tvöfalda uppskrift því hann klárast vanalega upp til agna.


Pastaréttur


Innihald :

300 gr pasta skrúfur

250 gr Kirsuberja tómatar skornir niður til helminga

90 gr Mozzarella perlur (litlar ostakúlur)

50 gr Hráskinka

200 gr Ólífur

1 pakki eða um 70gr Furuhnetur ristaðar létt á pönnu

1 búnt af Basilikku

Parmasean ostur rifinn yfir að lokum


Aðferð:


  1. Byrjið á því að sjóða pasta í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum. Sigtið vatnið frá og kælið.

  2. Ristið furuhnetur létt á pönnu við lágan hita og leyfið þeim svo aðeins að kólna.

  3. Skerið niður kirsuberjatómata til helminga, hráskinkuna er besta að skera í litlar ræmur. Basilikkan er svo klippt niður, sumir vilja hafa litla bita af henni á meðan aðrir vilja hafa heil blöð.

  4. Blandið öllu saman í skál það er að segja pastanu, tómötunum, hráskinkunni, mozzarella perlunum, ólífunum og furuhnetunum og hrærið öllu vel saman.

  5. Rifið niður parmasean ost að lokum og blandið honum saman við.


Ferskt pestó


Innihald:


70gr Furuhnetur

1 Búnt basilíka

150 gr Parmasean ostur, rifinn niður

2 stk Hvítlauksgeirar

1 dl ólífuolía ( ég nota alltaf Stonewall kitchen olíuna, en ég mæli með að nota góða ólífu olíu, þær geta verið svo mismunandi)

Smá salt


Aðferð:


  1. Setjið allt saman í matvinnsluvél og svo er um að gera að smakka og bæta í ef það vantar meira salt eða meiri hvítlauk svo eitthvað sé nefnt.

  2. Blandið svo pestóinu saman við pasta blönduna.







212 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page