top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Marengsbomba með karamellusósu og jarðaberum

Innihald : 220gr sykur 4 stk eggjahvítur (stór egg) 1 tsk lyftiduft 3 bollar rice crispies


Innihald krem: 220 gr dumble karamellur 1 dl rjómi 30gr smjör


Aðferð: Ofn hitaður í 120 gráður við blástur. Eggjahvítur, lyftiduft og sykur er þeytt þar til marengsinn er orðinn stífur. Þá er rice crispies bætt varlega út í með sleikju. Myndið um tvo hringi á sitthvora bökunarplötuna og munið að nota bökunarpappír. Næst er slétt jafnt úr marengsinum innan hringsins með sleikju eða spaða. Að lokum er marengsinn bakaður við 120°C, blástur í ca. 50 – 60 mínútur. Best er að láta marengsinn kólna í ofninum. Leyfið marengsnum að kólna alveg, því næst er rjóminn settur á milli botnanna og örlítið af kreminu, skerið svo niður fersk jarðaber eða önnur ber og setjið ofan á kökuna, einnig gott að setja smá krem yfir.


Aðferð Krem: Bræðið saman dumblekaramellur (bita) og smjör við vægan hita. Setjið rjómann saman við og hrærið vel. Leyfið þessu aðeins að sjóða vel og slökkvið svo undir og leyfið blöndunni að kólna, þannig sjàið þið fljótt að hún þykknar aðeins. Kremið er nú tilbúið.


Og svo er það bara að njóta !




431 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page