Una Dögg Guðmundsdóttir
Oreo ostakökur
Innihald :
1 pakki Royal vanillu búðingur
150 gr flórsykur
1 peli rjómi
400 gr rjómaostur
2 tak vanilludropar
2 stk oreo kex pakkar, ég notaði einnig mini oreo kex til að skreyta.
Aðferð:
Byrjið á því að þeyta royal búðingin saman við 5 msk af mjólk og kælið í ísskáp í um 10-15 mínútur.
Þeytið rjómann vel og blandið svo saman rjómaostinum og þeytið vel saman. Næst er flórsykrinumsvo bætt saman við smàm saman, því næst vanilludropunum. Að lokum er vanillubúðingnum bætt saman við.
Oreo kex kökurnar eru settar í matvinnsluvél eða blandarann og hakkaðar niður í fína mylsnu.
Setjið oreo kex mylsnuna i botninn og þar á eftir rjómaosta blandan. Skreytið svo að vild.
Best er að geyma ostakökurnar í kæli í nokkrar klukkustundir áður en þær eru bornar fram.

Verði ykkur að góðu !