Una Dögg Guðmundsdóttir
Pizza snúðar sem allir elska
Innihald :
• 1 bréf þurrger • 5 dl mjólk (37°heit) • 3 msk ólívuolía • 1 tsk salt • 1 msk sykur • 1 egg • 13 dl hveiti
Fyllinguna er svo gaman að hafa sem fjölbreyttasta, ég saxa gjarnan ólífur, pepperoni, sveppi og fleira gott með. Góð pizza sósa, oreganó og rifinn ostur eru lykilatriðið og svo getur hver og einn útfært sína fyllingu.
Aðferð:
- Byrjið á Því að blanda samansaman þurrgerinu og volgri mjólk. Setjið olíviolíuna út í ásamt saltinu, sykrinum og egginu. Setjið nánast allt hveitið saman við (passið að setja ekki of mikið) og vinnið deigið vel. - Ég nota hnoðara á hrærivélinni minni og læt það hnoðast í ca 5 mínútur. Látið deigið hefast á hlýjum stað í amk 30 mínútur, oft gott að setja rakann klút eða stykki yfir hræirvélaskalina og láta deigið hefa sig.
- Þegar deigið er búið að hefa sig er það lagt á borð og munið að strá hveiti à borðið svo að deigið festist ekki við. Hnoðið deigið vel saman og skiptið deiginu í 2-3 hluta og fletjið út í aflanga hluta.
- Setjið góða pizza sósu, rifinn ost og allt það hráefni sem ykkur langar að hafa yfir deigið og rúllið svo upp og skerið hverja rúllu í um 10-12 bita, leggið bitana á bökunarpappír / ofnplötuna, stráið oregano kryddi yfir og bakið við 220 gráður í um 10-12 mínútur.
