top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Sá besti... grænmetisborgari!

Ég hef oft miklað það fyrir mér að elda grænmetisborgara, komst svo að því að það er hið minnsta mál,tekur enga stund, góð tilbreyting frá grilluðum nautaborgurum og smakkast alveg einstaklega vel með ferskum og hollum innihaldsefnum.


Innihald:

300 gr nýrnabaunir

50 gr valhnetur

1/2 dl ferskt kóríander

1 dl gulrætur

½ laukur

2 stk hvítlauksrif

1 stk rauðrófa meðalstór ( eða 2 stk litlar)

1 msk ólífuolía

1 tsk kúmen

1dl soðin hrísgjrón

1 tsk dijon sinnep

Salt og pipar að vild


Aðferð:

1. Byrjið á að sjóða hrísgrjón og fjarlægið vatnið af þeim og setjið í skál

2. Setjið valhnetur í matvinnsluvél og hakkið þær smátt niður og blandið við hrísgrjónin

3. Takið næst hvítlauksrifin, gulræturnar og rauðrófuna og rífið niður í rifjárni og blandið saman við

grjónin og hneturnar.

4. Nýrnabaunir eru settar í matvinnsluvél ásamt lauknum og restinni af hráefninum.

5. Hnoðið blönduna svolítið saman og myndið hringlaga buff, setjið á bökunarpappír og inn í ofn í

um 25 mínútur á 180 gráðu hita.

6. Berið fram með fersku salati, avocado, baunaspírum svo eitthvað sé nefnt, einnig er góð sósa eins og hvítlauks sósa tilvalin með grænmetisborgaranum.




23 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page