top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Sumarlegt salat með feta osti, melónu og myntu.

Dásamlega sumar salat sem tilvalið er að bera fram með góðum grill mat.

Þetta salat inniheldur fá hráefni, það er einfalt í framkvæmd og einstaklega bragðgott.


Innihald:

1 stk vatnsmelóna

1 stk mynta ferskt búnt

500 gr Fetakubbur


Aðferð:

1. Skerið vatnsmelónu í litla ferninga, ef melónan er mjög vatnsmikil er gott að þerra aðeins bitana

2. Skerið fetaostinn í litla ferninga, blandið þeim í skál ásamt vatnsmelónubitunum

3. Rífið ferska myntu yfir og blandið öllu vel saman

Gott er að láta salatið standa í kæli í um 30-40 mínútur áður en það er borið fram.


Njótið vel með góðum grillmat !



38 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page