top of page
Search
  • Writer's pictureUna Dögg Guðmundsdóttir

Vanillu muffins með hindberjakremi

Vanillumuffins

Innihald:

250gr hveiti

300gr sykur

3tsk lyftiduft

1 ½ tsk vanilludropar

½ tsk salt

4 stk egg

100gr smjör mjúkt

2 ½ dl mjólk


Aðferð :

Hitið ofninn við 180 gráður.

Blandið saman hveiti, sykri,salti,lyftidufti,smjöri,mjólk & vanilludropum, þeytið í hrærivél í nokkrar mínutur.

Bætið eggjunum & þeytið saman við.

Setjið í pappaform & bakið í um 17-20 mínútur.

Leyfið kökunum að kólna áður en kremið er sett á þær.


Rjómaosta hindberjakrem

Innihald :

200gr rjómaostur

200gr hindber fersk

60 gr flórsykur

½ tsk vanilludropar


Aðferð:

Þeytið saman rjómaost, flórsykur & vanilludropa.

Takið fersk hindber, stappið þau niður og þeytið saman við rjómaostablönduna.

Setjið kremið á kökurnar og kælið aðeins áður en þær eru bornar fram.



Verði ykkur að góðu !

176 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page