©2019 by Unnur Guðmundsdóttir 

Um mig 

Kæri lesandi velkominn á síðuna mína. 

Hér langar mig að deila með þér uppskriftum og skemmtilegum hugmyndum í matargerð og þá aðallega bakstri.

Ég heiti Una Dögg Guðmundsdóttir og er 33 ára gömul, búsett á Seltjarnarnesi. Ég er gift Ómari Erni og eigum við saman stelpurnar Alexöndru og Andreu. 

Ég hef haft áhuga á matargerð í langan tíma og þá hefur bakstur heillað mig hvað mest. Ég byrjaði ung að prófa mig áfram að gera mínar eigin uppskriftir. 

Ég hlakka til að deila hugmyndum með ykkur og vonandi næ ég að sýna ykkur skemmtilegar hugmyndir í matargerð og bakstri sem fær ykkur til að prófa.

Þér er alltaf velkomið að hafa samband við mig í gegnum netfangið unabakstur@gmail.com

 

Hlakka til að heyra frá þér !

Una Dögg 


 

Höfundarréttur: 

Allar myndir á Una bakstur eru í minni eigu nema annað sé tekið fram. Við deilingu mynda og uppskrifta af síðunni skal ávallt gefa upp heimild og láta link fylgja með greininni.

Öll notkun og dreifing uppskrifta og mynda er óheimil nema með mínu leyfi. 

 

Samstarf: 

Ef þú hefur áhuga á samstarfi eða lumar a skemmtilegum hugmyndum endilega sendu mér tölvupóst á netfangið unabakstur@gmail.com.