top of page
Um mig
Velkomin á síðuna mína, hér ætla ég að deila með ykkur uppskriftum og hugmyndum sem að koma sér vel fyrir hin ýmsu tilefni.
Ég hef mikla ástríðu fyrir matargerð og bakstri.
Eins þykir mér gaman að skapa hugmyndir þegar kemur að hinum ýmsu tilefnum svo sem afmælum, barnasturtum, skírnar- og fermingarveislum, hrekkjarvökunni og krakkanestishugmyndir svo eitthvað sé nefnt.
Það er alltaf hægt að létta undir með fólki og fara einfaldar og góðar leiðir er kemur að því að halda veislur, elda góðan en einfaldan kvöldmat nú eða bara skipuleggja hollt og gott nesti fyrir krakka.
Ég hlakka til að létta undir með þér og vonandi finnur þú góðar uppskriftir og hugmyndir hérna á síðunni minni fyrir þitt tilefni.

bottom of page